Menu

This is a debugging block

Námskeið 2013

Content

This is a debugging block

Sumarháskóli í safnfræðslu – söfn og umhverfi sem námsvettvangur
Einstakt þriggja daga hagnýtt helgarnámskeið í töfrandi umhverfi á vegum námsbrautar í safnafræðum, Rannsóknaseturs í safnafræðum við Háskóla Íslands og Sumarháskóla Hrafnseyrar.

Staðsetning: Hrafnseyri við Arnarfjörð
Tími: 30. ágúst – 1. sept. 2013
Verð: kr. 50.000* (kr. 5000 staðfestingargjald)

Innifalið í verði er námskeiðsgjald, huggulegt svefnpokapláss, morgunmatur, kaffi og meðlæti, léttur hádegisverður og kvöldmatur, ásamt vettvangsferðum í Skrímslasetrið og Meldódíur minninganna á Bíldudal og safn Samúels Jónssonar í Selárdal.


Skráning: hrafnseyri@hrafnseyri.is
Sendið nafn, kennitölu og símanúmer. Takmarkaður fjöldi!

Nokkrar umsagnir fyrri nemenda sumarháskólans:

"Þetta námskeið hefur verið mjög gagnlegt og hefur gert manni ljóst hve safnfræðsla er mikilvæg, bæði í skólum sem og fullorðinsfræðslu."

"Mér fannst námskeiðið í alla staði frábært og á eftir að gagnast mér og mínu safni mjög vel." 

"Mjög gott námskeið, áhugavert og gefandi. Markvisst og umræður mjög frjóar og gagnlegar.”

 

Námskeiðslýsing:
Safnfræðsla (museum education) er óaðskiljanlegur þáttur safnastarfs – ef ekki megintilgangur þess. Söfn og umhverfi sem skapandi námsvettvangur gegna mikilvægu hlutverki fyrir alls konar fólk. Vettvangsferðir sem námsleið eru nátengdar safnfræðslu. Söfn og umhverfi geta verið líflegt kennsluform og náð til allra skólastiga. Unnið verður með sjónrænan vettvang náms, kennslumódel og kennsluaðferðir sem henta vel á söfnum og í vettvangsferðum ásamt því að skoða nálganir á safnfræðslu fyrir ólíka hópa og aðstæður. Tilraunir verða gerðar með upplifun og virkjun allra skynfæra – að horfa, hlusta, lykta, snerta og/eða bragða ef svo ber undir. Á námskeiðinu verður rýnt í hugmyndir um menntunarhlutverk safna og hugmyndir um fagurfræðilega upplifun sem geta komið að góðu gagni í verkfærakistu kennara, safnafólks og leiðsögumanna. Kenningar og nálganir eru skoðaðar sem geta gagnast á hvaða safni eða umhverfi sem er. Námskeiðið er öllum opið sem áhuga hafa á viðfangsefninu en sérstaklega er höfðað til kennara á leik- og grunnskólastigi, sem og safnmanna og aðila í ferðaþjónustu sem nýta sér söfn. Námskeiðið hentar öllum þeim sem hafa áhuga á því að auka færni sína í starfi  í notkun á listasöfnum, menningarminjasöfnum og náttúruminjasöfnum.

Kennarar:
Alma Dís Kristinsdóttir, BFA og M.Ed., doktorsnemi í safnafræði og safnstjóri Norska hússins – Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla
í Stykkishólmi. AlmaDís hefur starfað við fræðsludeild Listasafn Reykjavíkur, Listasafnið á Akureyri og Denver Art Museum í Colorado í US. Hún hefur unnið fræðsluverkefni fyrir Listasafn Sigurjóns Ólafssonar og er stundakennari í safnafræði við Háskóla Íslands.


Bergsveinn Þórsson, BA í listfræði, MA í safnafræði, starfar við Minjasafn Reykjavíkur. Hann hefur starfað sem framhaldsskólakennari við Borgarholtsskóla, unnið að ýmsum verkefnum fyrir Listasafn Íslands og sinnt safnkennslu og nýsköpunarverkefnum fyrir Listasafn Reykjavíkur. Bergsveinn er safnkennari við Landnámssýningin Reykjavík 871±2 og Árbæjarsafn.


Sigurlaugur Ingólfsson, BA í sagnfræði frá Háskóla Íslands. Hann er safnkennari á Árbæjarsafni og hefur starfað hjá Minjasafni Reykjavíkur síðan 2006. Sigurlaugur er formaður Knattspyrnufélagsins Þróttar.


Þóra Sigurbjörnsdóttir, BA í listfræði og B.ED í grunnskólakennarafræði, leggur stund á mastersnám í safnafræði við Háskóla Íslands og starfar við
Hönnunarsafn Íslands. Þóra hefur starfað sem umsjónarkennari við Langoltsskóla, unnið fyrir Listasafn Sigurjóns Ólafssonar og Listasafn Íslands.


Sigurjón Baldur Hafsteinsson, PhD, dósent í safnafræðum við Háskóla Íslands. Hann hefur starfað á ýmsum söfnum s.s. eins og Þjóðminjasafni Íslands, Listasafni Háskóla Íslands og Minjasafni Reykjavíkur. Hann er fyrrverandi safnstjóri Ljósmyndasafns Reykjavíkur, Kvikmyndasafns Íslands og Menningarmiðstöðvar Þingeyinga. Sem safnstjóri hefur hann komið að skipulagningu og framkvæmd fjölmargra safnfræðsluverkefna.

Guðmundur Hálfdanarson, PhD, Jón Sigurðssonar prófessor við Háskóla Íslands. Guðmundur er sérfræðingur í sögu íslenskra þjóðernishugmynda á 19. og 20. öld og hefur einnig rannsakað hugmyndir Jóns Sigurðssonar um menntun og gildi hennar.