Menu

This is a debugging block

Á döfinni

Content

This is a debugging block

Vinnustofa í vistvænum arkitektúr, 2014

Í júní verður boðið upp á alþjóðlega vinnustofu í vistvænum arkitektúr með áherslu á færni og skilning á verklegri og hugmyndafræðilegri nálgun í byggingatæknilegri og fagurfræðilegri notkun náttúrulegra hráefna og endurunninna byggingarefna. Markhópar námskeiðsins eru háskólanemar, fagaðilar, fræðimenn og aðrir áhugasamir um vistvænar lausnir í arkitektúr og vistvænni hugmyndafræði. Vinnustofan er samstarfsverkefni Íslenska bæjarins, Listaháskóla Íslands, Háskóla Íslands, Háskólans í Aberdeen og Háskólafélags Suðurlands. Frekari upplýsingar á aaaa-workshop.hi.is!

_________________________________________________

Vinnustofa í vistvænum arkitektúr, 2013

Í júlí og ágúst verður boðið upp á vinnustofu í vistvænum arkitektúr með áherslu á færni og skilning á verklegri og hugmyndafræðilegri nálgun í byggingatæknilegri og fagurfræðilegri notkun náttúrulegra hráefna og endurunninna byggingarefna. Markhópar námskeiðsins eru háskólanemar, fagaðilar, fræðimenn og aðrir áhugasamir um vistvænar lausnir í arkitektúr og vistvænni hugmyndafræði. Vinnustofan er samstarfsverkefni Íslenska bæjarins, Listaháskóla Íslands, Háskóla Íslands og Háskólafélags Suðurlands.

_________________________________________________

Sumarháskóli í safnfræðslu – söfn og umhverfi sem námsvettvangur
Einstakt þriggja daga hagnýtt helgarnámskeið í töfrandi umhverfi á vegum námsbrautar í safnafræðum, Rannsóknaseturs í safnafræðum við Háskóla Íslands og Sumarháskóla Hrafnseyrar.

Staðsetning: Hrafnseyri við Arnarfjörð
Tími: 30. ágúst – 1. sept. 2013

Innifalið í verði er námskeiðsgjald, huggulegt svefnpokapláss, morgunmatur, kaffi og meðlæti, léttur hádegisverður og kvöldmatur, ásamt vettvangsferðum í Skrímslasetrið og Meldódíur minninganna á Bíldudal og safn Samúels Jónssonar í Selárdal.

Námskeiðið jafngildir 2 ETCS einingum.
Takmarkaður fjöldi!

Nokkrar umsagnir fyrri nemenda sumarháskólans:

"Þetta námskeið hefur verið mjög gagnlegt og hefur gert manni ljóst hve safnfræðsla er mikilvæg, bæði í skólum sem og fullorðinsfræðslu."

"Mér fannst námskeiðið í alla staði frábært og á eftir að gagnast mér og mínu safni mjög vel." 

"Mjög gott námskeið, áhugavert og gefandi. Markvisst og umræður mjög frjóar og gagnlegar.”

 

FREKARI UPPLÝSINGAR HÉR!

--------------------------------------------------------------------

MÁLSTOFA - SÖFN OG SAMFÉLAG

Föstudaginn 19. apríl kl. 15.00 - 17.00 verður haldin málstofa um söfn og samfélag í Listasafni Íslands við Tjörnina í samstarfi við Félag íslenskra safnafræðinga, Rannsóknasetur í safnafræðum við Háskóla Íslands og Listasafn Íslands. Rætt verður um hlutverk safna í samtímanum, rekstargrundvöll og samfélagslega ábyrgð. Tvær nýjar rannsóknir á sviði safnafræði verða kynntar. Skúli Sæland mun kynna niðurstöður rannsóknar sinnar, Vinna fúslega gefin. Skoðun á eðli og hlutverki sjálfboðavinnu við menningarstofnanir og Þóra Björk Ólafsdóttir mun kynna rannsókn sína Talnasafn. Greining á rekstrarumhverfi safna í eigu annarra en ríkisins. Málstofan er öllum opin og ókeypis aðgangur.

--------------------------------------

Apps and Affects in Museum Communication

Karen Hvidtfeldt Madsen, University of Southern Denmark. Þriðjudaginn 9. apríl 2013, kl. 10:30-11:30 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.

A number of Danish museums and institutions have during the recent years developed smartphone apps, through which the user can get information about the historical places they pass, or be guided to them, e.g. Historisk Atlas (Southern Denmark), Aarhus Street Museum (Den gamle by, Aarhus), Stemmer fra Fortiden (Roskilde Museum) and 1001 Stories of Denmark (The National Cultural Agency). According to the museums, these are new and untraditional ways of communicating local and national history. They aim to tell ‘forgotten stories’ at the locations where they happened and where the citizens move in order to create identity by adding new meaning to the places through narrations of the past. Thus the place seems to replace the museum object, as memories are ‘performed’ on location. I wish to examine the use of mobile digital devices in museum communication, identify rhetorical strategies, the relation between ‘expert’ and user generated knowledge and to discuss issues of affective memory and identity politics.

Karen Hvidtfeldt Madsen (M.A. in Modern Culture and Cultural Communication, University of Copenhagen, Ph.d. in European Cultural Studies, Roskilde University, DK) is Associate Professor at the Department of Cultural Studies at the University of Southern Denmark. She has worked especially within the fields of modern and late modern culture with a specific interest in understanding the culture of communities as nations and families as it appears in visual art, literature, film and media. She combines aesthetic theory with media studies, affect and performative theory and examines intersectional parameters such as gender, body, age and ethnicity. She also teaches subjects of Cultural Communication and Cultural Policy and does research projects with various museums and other cultural institutions. Born in 1968. Lives in Copenhagen, Denmark.

----------------------------------------------------

Memory- and Museum Culture in Contemporary Germany

Kathrin Maurer, lektor í þýskum fræðum (German Studies) við háskólann í suður Danmörku (University of Southern Denmark),
heldur fyrirlestur 2. desember 2011  kl. 12:00-13:00 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.

Since the 1980s Western societies have developed an obsession with issues of memory. Not only in the humanities, social sciences and natural sciences has emerged a large body of literature about the role of memory, commemoration, and amnesia, but also in the public sphere memory became a central issue. Particularly the building of museums and monuments in Germany (e.g. the Jewish museum and the Holocaust monument in Berlin) during the last decades are prime examples of this new obsession with memory. This boom of remembering the past, however, has a paradoxical quality, since current high speed technology, virtual communication and the information highway shape a culture of forgetting and the popular recuperation of the past seems rather untimely. The first part of the talk aims to disentangle this paradox and suggests some explanations for this current memory boom: Building on Andreas Huyssen’s extensive work on memory, the lectures roots the interest in remembering into an anthropological pre-condition. Remembering embodies a human desire to slow down the acceleration of life in global society and thus dismantles a human need to reconstruct identity on the basis of historical experience. The second part of this talk suggests that this boom of memory discourses also changed the role and function of the museum in contemporary society. The museum no longer fulfils its function as an elitist national conservation project for high culture and represents a cultural authority in the mode of 19th century, but rather it has developed into a popular mass spectacle and mass media. In this context of the transformed role of the museum, the third and final part of this talk introduces the works of the German contemporary painter Anselm Kiefer* and discusses how his paintings reflect the German past in modes that also mirror the changes of the museum and memory culture in contemporary Germany.

*Anselm Kiefer was born in 1945 in Donaueschingen, studied in Freiburg and Düsseldorf. He is one of the famous German contemporary artists. He exhibited his works all over the world. His themes are the representation of the German past, national identity and the role of myth in history.

Fyrirlesturinn er ókeypis og allir áhugasamir velkomnir.
_________________________________________________

MÁLÞING 20/20. Sunnudaginn 20. nóvember 2011

Fræðsluhlutverk safna er afar mikilvægt og í því felst áskorun um að koma til móts við ólíkar þarfir safngesta. Fræðslufólk safna ber hag almennings fyrir brjósti og reynir að gera viðfangsefni safnanna aðgengileg öllum. Listasafn Reykjavíkur hefur sinnt menntunarhlutverki sínu í rúm 20 ár og af því tilefni er efnt til málþingsins 20/20 á Kjarvalsstöðum sunnudaginn 20. nóvember kl. 14-16:30. 20/20 er hin fullkomna sjón á báðum augum.

Þegar pælt er í fræðslustarfi safna er mikilvægt að skoða bæði fortíð og framtíð, skerpa sýnina og skoða það samhengi eða fyrirkomulag sem byggt er á. Safnfræðsla sem fag er fremur ung hér á landi. Markmið málþingsins er að rýna í eigin rann, líta til baka um 20 ár og horfa frammávið og skoða möguleika og/eða hömlur í fræðslustarfi Listasafns Reykjavíkur og almennt. Boðið er upp á sex 20 mínútna erindi sem hvert um sig tekur á ólíkum þáttum fræðslustarfs auk þess sem hugmyndum um ólíka nálgun í fortíð og framtíð verður velt upp.

Í tengslum við málþingið verður boðið upp á ókeypis 20 mínútna afvegaleiðsagnir sem fara fram á Kjarvalsstöðum milli kl. 12:10 og 12:30 dagana 21., 23. og 25. nóvember n.k. Leiðsögumenn eru myndlistarmennirnir Anna Hrund Másdóttir, Ingibjörg Sigurjónsdóttir og Þórgunnur Oddsdóttir en þær skoða mörkin á milli myndlistar og fræðslu og leitast við að opna gáttir svo að fólk finni og nemi og læri mögulega að treysta á sitt eigið innsæi.

Málþingið er haldið í samvinnu við Rannsóknastofu í safnafræðum við Háskóla Íslands.

DAGSKRÁ MÁLÞINGSINS:

14:00–14:20 AlmaDís Kristinsdóttir verkefnastjóri fræðslu Listasafns Reykjavíkur rýnir í 20 ára fræðslustarf Listasafns Reykjavíkur byggt á viðtölum og gögnum frá 1991–2011. Af hverju fræðslustefna? Safnalög, menningarstefna, breytingar á námskrám og aðrir áhrifavaldar. Erindi: Menntunarhlutverk Listasafns Reykjavíkur: Máttleysi og/eða möguleikar.

14:20 – 14:40 Bergsveinn Þórsson, meistaranemi í safnafræði og safnkennari fjallar um Kennslupakka Listasafns Reykjavíkur, nýsköpunarverkefni unnið árið 2010 og gefið út árið 2011. Erindi: Safnfræðsla: undirbúningur og eftirfylgni

14:40 – 15:00 Soffía Karlsdóttir, markaðs- og kynningastjóri Listasafns Reykjavíkur fjallar um gildi samfélagsmiðla og rafrænnar miðlunar í fræðslustarfi safna. Erindi: Að vera í sambandi við annað fólk – Nýjar leiðir í miðlun.

15:00–15:20 Kaffihlé

15:20 – 15:40 Helena Guttormsdóttir myndlistarmaður og kennari við Landbúnaðarháskóla Íslands fjallar um að raungera þekkingu með reynslu og mikilvægi þess að ferlar í listum verði sýnilegri og virkjaðir annars staðar en í listheiminum. Erindi: Að horfa er skapandi athöfn – sjónrænir þættir í íslensku landslagi

15:40 – 16:00 Kristín Dagmar Jóhannesdóttir verkefnastjóri dagskrár Listasafns Reykjavíkur og myndlistarmennirnir Anna Hrund Másdóttir, Ingibjörg Sigurjónsdóttir og Þórgunnur Oddsdóttir kynna 20 mínútna leiðsagnir á mörkum myndlistar og fræðslu. Erindi: Holle rasse hía: Afvegaleiðsögn

16:00 – 16: 20 Sigurjón B. Hafsteinsson, lektor í safnafræði við HÍ ræðir um framtíðarsýn í fræðslumálum safna, hvernig lítur safnfræðsla út árið 2031? Erindi: Menntabúrið 2031.

http://phoenix.gagarin.is/email-manager/archive.php/id/-1,889,4bbd157b084749f544c2490f2223bcac

-----------------------------------------------------------------

 

Safnfræðsla - Sumarháskóli í samstarfi við Hrafnseyri, 26.-28. ágúst 2011.

- Sjá frekari upplýsingar hér.

Masterclass2010
Þátttakendur á námskeiðinu bera saman bækur sínar.

--------------------------------------------------------------------------------

„Immigrant Things: Identity and Objects in Icelandic--‐Canadian History, 1870-Onwards.“

Þann 27. maí kl. 12:00-13:00 2011 hélt Dr. Laurie K. Bertram fyrirlestur í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Ísland.

Útdráttur

Immigrant Things explores the complex history of the Icelandic--‐Canadian community through the historic objects they have imported, adapted and created over the past 141 years. Drawing will from the Canadian Museum of Civilization’s collection, as well as select pieces from collections at the Manitoba Museum in Winnipeg and the New Iceland Heritage Museum in Gimli, Manitoba, this presentation contends that objects offer  critical insights. Into the history of Icelandic emigration as well as the emergence of new Icelandic identities in North America. It begins with objects from the  early history of the community, including the material culture that migrants imported from Iceland and maintained in Canada. These include conventional cultural treasures, such as rare volumes of the sagas and even artwork. By Sölvi Helgason, as well as everyday culture, such as migrant clothing and coffee making practices. Following this discussion of imported material culture, the lecture will examine the emergence of new hybrid Icelandic--‐Canadian style and technology. Migrants frequently adapted. Icelandic material traditions practices to respond effectively to North American cultural, economic, and political contexts. Examples of new hybrid Icelandic migrant culture that will be discussed include migrants’ adoption and adaptation of Aboriginal clothing, new migrant food traditions, and community conflicts surrounding modern Canadian style and gender norms, including the “bald” fjallkona scandal of 1924. By examining the physical records of a community that has endured without the linguistic and religious pillars thought essential to migrant identity, this presentation argues that Icelandic--‐ Canadian culture rests on the development of alternate material and cultural strategies that respond to the pressures and possibilities of the North American context.

Laurie K. Bertram received her doctorate in the Department of History at the University of Toronto in November 2010. Her work on the Icelandic North American community focuses on marginalized forms of immigrant media, with an emphasis on oral, visual, and material culture. She is currently revising her dissertation into a manuscript for submission at University of Toronto Press and is preparing to begin a postdoctoral fellowship on race and Aboriginal--‐Icelandic relations in North America in September 2011.

-------------------------------------------------------------------------------------------------

MÁLÞING UM RITSKOÐUN / SYMPOSIUM ON CENSORSHIP

29. janúar 2011 kl. 13:00

Opinber umræða um ritskoðun, þöggun og skoðanakúgun á Íslandi hefur verið í lágmarki. En nú eru aðrir tímar. Efnahagslegt hrun haustið 2008 varð til þess að farið var að ræða um endurreisn og endurmat af miklu kappi fyrir flest svið þjóðlífsins. En hvað um söfn og sýningarrými? Hver er að hugsa um endurreisn og endurmat í því samhengi? Eiga slík rými eitthvað erindi inn í umræður um ritskoðun, þöggun, skoðanakúgun, endurreisn og endurmat?  Hvert er hlutverk safna í lýðræðislegri umræðu eða bælingu jafnvel þöggun skoðana? Hver er samfélagsleg skylda safna til að sporna við þöggun? Er það hlutverk safna að vera siðgæðisvörður? Hvert er hlutverk listamanna, fræðimanna eða sýninga í að fjalla um ritskoðun, þöggun og skoðanakúgun? Er svigrúm fyrir þessa aðila til þess að taka slíkt til umfjöllunar? Til hvaða bragðs á að taka veki sýning hörð viðbrögð og “fari yfir strikið”? Hvað er þetta “strik” og hver býr það til? Hvert er hlutverk opinberra aðila í slíkum aðstæðum? En fjölmiðla? En menntamanna? Hversu langt á að ganga í málamiðlun sýnenda, sýningastjóra, stjórnenda, gesta safna og sýningarrýma? Hvert er hlutverk gesta í að veita söfnum, sýningum, sýnendum og jafnvel öðrum gestum aðhald?

Laugardaginn 29. janúar verður efnt til málþings til að ræða þessar, og aðrar, spurningar. Litið er svo á að söfn og önnur sýningarrými séu vettvangur  umræðna, skoðanaskipta og átaka. Átökin snúast um ólíkar skoðanir á valdi og valdheimildum þeirra sem koma að starfsemi safna og sýningargallería, hvort sem það eru stjórnendur  og eigendur safna og sýningargallería, sýningarstjórar og sýnendur, eða almenningur.

Málþingið er haldið á vegum Rannsóknaseturs í safnafræði við Háskóla Íslands. Staðsetning, Háskóli Íslands, Oddi, stofa 101.

Málþingið er ókeypis og öllum opið.

Þátttakendur í pallborði eru:

Steinunn Gunnlaugsdóttir, listamaður

Birta Guðjónsdóttir, safnstjóri og listamaður

Hannes Lárusson, listamaður

Haukur Már Helgason, heimspekingur

Birna Kristjánsdóttir, sérfræðingur

Jón Ólafsson, heimspekingur

Ólöf K. Sigurðardóttir, safnstjóri

Stjórnandi er Hjálmar Sveinsson

HÆGT ER AÐ HLUSTA Á MÁLÞINGIÐ HÉR.

-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

MASTER CLASS Í SAFNAFRÆÐUM 2010

með Dr. Magnúsi Gestssyni safnafræðingi

Master class í safnafræðum er samvinnuverkefni námsbrautar í safnafræðum við Háskóla Íslands og Listasafns Árnesinga.

Listasöfn og sölugallerí fyrir myndlist eru í hugum margra ósamrímanleg fyrirbæri þar sem safnið gegnir víðtæku varðveislu og fræðsluhlutverki á meðan goðsögnin um listaverkasala byggir á því að þeir hugsi eingöngu um að hagnast fjárhagslega á snilld listamanna sem venjulega bera lítið úr bítum. Hinsvegar kemur oft í ljós að saga listmarkaða og safna er nátengd og menningarlegt hlutverk listmunasala er mikilvægara og margþættara en margur hyggur. Til að varpa ljósi á þessi fyrirbrigði þá fjallar þetta námskeið um tengsl safna og listmarkaða, tilgang sýninga í listasöfnum og sölugalleríum og tilurð menningarverðmæta í galleríum í London, Kaupmannahöfn og Reykjavík. Farið verður yfir sögu listmarkaða og safna og helstu kenningar verða reifaðar sem liggja að baki skilnings okkar á sýningum, söfnum, sölugalleríum og listheiminum.

Magnús Gestsson er með MA gráðu í safnafræðum frá Leicester-háskóla og MA í sögu myndlistar, hönnunar og húsagerðarlistar frá De Montfort-háskóla í Bretlandi. Magnús er jafnframt nýdoktor í safnafræðum frá Leicester-háskóla í Bretlandi en hann varði doktorsritgerð sína Commercial Galleries in Copenhagen, London and Reykjavík: a comparative study of the formations, contexts and interactions of galleries founded between 1985 and 2002, 31 júlí 2009. Í ritgerðinni eru galleristar skoðaðir í samhengi við kenningar fræðimanna um listheiminn. Rannsóknin beinist að samspili menningarumhverfis og athafnasemi gallerista í Kaupmannahöfn, Austur-London og Reykjavík. Gengið er út frá eflingu myndlistarmarkaðarins sem tengist safnaranum Charles Saatchi og svonefndum ‘Young British Artists’. Skoðað er hvort og hvernig þessi þróun hafði áhrif í Kaupmannahöfn og Reykjavík. Með því að byggja a viðtölum við listaverkasala og rannsóknum á borgarmenningu og menningarumhverfi sýnir ritgerðin fram á að galleristar eru drifnir áfram af sköpunarkrafti og listrænni sýn sem er oftast á kostnað markaðsvitundar. Með þeim aðferðum sem beitt var við rannsóknina var einnig hægt að greina einstaka listheima sem eru afkvæmi borganna og ofnir inní menningarumhverfi þeirra. Helstu áhugamál Magnúsar eru að örva samræður samfélags og samtímalistar, sýningarstjórnun og rannsóknir fyrir sýningar í listasöfnum og sölugalleríum. Auk þess beinist áhugi Magnúsar að samskiptum þessara stofnana við viðskiptavini sína og byltingum í söfnum, sölugalleríum, listmörkuðum og listheimum. Magnús hefur haldið fyrirlestra  og framsögur um söfn, sölugallerí, myndlistarmarkaði og listasögu við University of Leicester og De Montfort University í Leicester. Hann hefur jafnframt verið aðstoðarsýningarstjóri við Embrace Arts, the University of Leicester´s Arts Centre

Námskeiðið verður haldið á Listasafni Árnesinga í Hveragerði, daganna 4. – 5. október, frá kl. 10:00 – 16:00. Námskeiðið er opið öllum sem áhuga hafa á viðfangsefni þess.

Þátttökukostnaður er kr. 15.000. Innifalið í verði eru námskeiðsgögn og kaffiveitingar. Þátttakendum er bent á að leita til starfsmannafélaga sem veita upplýsingar um styrki til þátttöku í endurmenntunarnámskeiðum.