Menu

This is a debugging block

Content

This is a debugging block

Forsíðu borði safnafræði

Rannsóknasetur í safnafræðum sinnir rannsóknartengdum þjónustuverkefnum á sviði safnafræða, eflir tengsl rannsókna og kennslu á sviði safnafræða, á í samstarfi við innlendar og erlendar rannsóknastofnanir og fræðimenn í safnafræðum og stuðlar að tengslum við atvinnu- og þjóðlíf. Setrið veitir einnig nemum í rannsóknanámi aðstöðu og búnað til rannsóknastarfa og veita þeim þjálfun og reynslu í vísindalegum vinnubrögðum.

Hér er forsíðan

LISTIR OG MENNING SEM MEÐFERÐ: ÍSLENSK SÖFN OG ALZHEIMER

Málþing og vinnusmiðjur í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur 20. september 2017 kl. 13:00–18:00. Allir áhugasamir velkomnir.

Fjallað er um hvernig nýta megi listir til að auka lífsgæði fólks með alzheimer og ástvini þess. Alzheimer sviptir einstaklinginn smám saman sjálfsmeðvitundinni en myndlist og íslenskur menningararfur geta virkjað hugmyndaflugið, tilfinningaminnið og getuna til að eiga í félagslegum samskiptum.

Skráning á málþingið er HÉR.

 

 

NÝ BÓK

Bókin Byggðasöfn á Íslandi í ritstjórn Sigurjóns Baldurs Hafsteinssonar kom út í ágúst 2015. Útgefandi er Rannsóknasetur í safnafræðum. Bókin fæst m.a. í Bóksölu stúdenta.